Warning Cookies are used on this site to provide the best user experience. If you continue, we assume that you agree to receive cookies from this site. OK

LDC mild sápa - 1 L

3.900 KR
 
Á lager
+
Samanburðalisti

LDC má nota á margvíslegan máta.

Notast sem uppþvottalögur og blandast þá 1 á móti 5

Hægt að nota með köldu, söltu, mjúku og hörðu vatni. Leysir vel upp fitu og er góður í niðurföllin, hreinsar út gömlum rörum.

Góður í allar léttari hreingerningar í eldhúsi, baðherbergi, á flísar, parket, kæliskápinn, til að ná af sóti og fitublettum.

Einnig í sumarbústaðinn, hjólhýsið, bátinn, í útilegur og fl.

Einnig er hægt að þvo allan fatnað (nema visst silki) í höndunum. Svo sem viðkvæm plögg, prjónavörur, ullarvörur, gardínur ofl.

LDC fyrir bændur.

Bændur geta notað LDC sápuna til allra handþvotta í fjósi fyrir þvottatuskur á júgrin og til að þvo öll fjósatæki, fötur, hylki og fl. Að utan. Einnig er hægt að þrífa júgrin því sápan tekur ekki þessa eðlilegu líkamsfitu af. Blandan fer eftir gæðum vatnsins og prófar hver og enn sig áfram í því efni.

Olíuþrif á fuglum og dýrum.

Fuglar og önnur dýr sem lenda í olíum eða þvíumlíku er hægt að þvo upp úr LDC og viðhelst fugla- og húðfita dýranna eðlileg. Feldurinn verður meiriháttar fallegur. Einnig er hægt að nota þetta sem baðsápu fyrir td hunda og ketti!

Mjög góður sem handþvottalögur (fljótandi handsápa) blanda 1 á móti 3

Einnig sem baðsápa og raksápa